Áramót 2002

Áramót 2002 var haldið á gamlársdag að Varmá í Mosfellsbæ og var spilað um titilinn blakmaður ársins karla og kvenna. 

Mótið var einstaklingskeppni þar sem hver leikmaður hafði skorkort þar sem fært var skor liðs hans hverju sinni.  Leikmenn drógu um lið og spiluðu eina hrinu upp í fimmtán, skráðu skor síns liðs í skorkortið og drógu aftur um lið.  Alls voru spilaðar 10 slíkar hrinur. Leikmenn fengu forgjöf eftir hæð, þyngd og aldri samkvæmt þessum reglum.  

Blakmenn ársins urðu:

Í karlaflokki: Árni Ingi Garðarsson
Í kvennaflokki: Guðmunda Óskarsdóttir

Heildarúrslit er að finna í þessu excel-skjali.

Mótsstjóri var Jónas Traustason.
 

Nýjustu mótsfréttir