Árlegt blakmót Stjörnunnar í Garðabæ
Ágætu blakarar!
Blakdeild Stjörnunnar heldur blakmót í íþróttahúsinu við Ásgarð, í Garðabæ,
Laugardaginn 23. okt 2004
Mótið hefst kl 9:00 árdegis.
Leikið verður í kvenna-og karlaflokkum á fjórum völlum.
Þátttökugjald er kr 7.500 á lið. Þátttaka er heimil öllum þeim sem stunda blak.
Niðurröðun fer eftir fjölda þátttökuliða og verður ákveðin þegar fjöldi liða liggur fyrir.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku eigi síðar en miðvikud 20. október.
á blak.is
Á síðasta móti voru forföll tilkynnt fram á síðasta mótsdag, því verður nú innheimt staðfestingargjald kr 2500 sem á að greiðast í síðasta lagi 19. okt. n.k. inn á reikn 311-26-3688, kt:161167-4289 það dregst frá þátttökugjaldi.
Leikið verður á fjórum völlum. Vellir 1,2 og 3 eru í stóra salnum en völlur 4 er í litla salnum. Húsið opnar kl. 8:00 og hefjast fyrstu leikir kl. 9:00. Þau lið sem eiga umsjón eru beðin um að vera ávallt tilbúin svo að mótið gangi hratt fyrir sig.
Mótsslit og verðlaunaafhending verður að móti loknu.
Mótsreglur:
1. Hver leikur er tvær hrinur upp í 21 ( hrina getur endað 21-20 )
2. Eitt stig er gefið fyrir hverja unna hrinu.
3. Ekkert hlé er á milli leikja.
4. Mótsstjóri mun skipa liðum inn á velli þegar þeir losna, ef með þarf. Lið verða því að vera tilbúin að leika á næsta lausa velli.
5. Lið sem á umsjón, skal leggja til tvo línuverði og tvo ritara.
6. Verðlaun eru veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið.
7. Mótsstjóri sker úr um vafaatriði,ef upp skildu koma.