Þróttur Reykjavík býður upp á Þrusumót á þessu hausti og verður það haldið í Laugardalshöll 13. október næstkomandi. Mótið er opið öllum liðum og verður með hefðbundnu hraðmótssniði. Ætlast er til þess að liðin dæmi og riti leikinn á eftir sínum til þess að mótið gangi sem best fyrir sig, tilkynna þarf við mótsstjóra ef lið treystir sér ekki til dómgæslu og þá verður aðstoðað við það.

Að hámarki verða 20 lið skráð svo fyrstur kemur fyrstur fær :D

Greiðsla staðfestir skráningu og þarf hún að vera frágengin fyrir klukkan 20:00 miðvikudagskvöldið 09. október næstkomandi. Lið eru hvött til þess að ganga frá greiðslu um leið og skráning fer fram og senda kvittun á netfangið blak@trottur.is. Skýring greiðslu skal vera ´´Nafn liðs + Þrusumót2024''. Mótsgjaldið er 18.000kr. Vinsamlegast takið fram óskadeild við skráningu, eða sendið á áðurnefnt netfang.

Reikningsnúmer. 0117-26-258
Kennitala. 550783-0379

Nýjustu mótsfréttir