Velkomin á 44. öldungamót Blaksamband Íslands – ROKKÖLD!
Kæru blaköldungar, ykkur er hér með boðið að taka þátt í einu vinsælasta blakmóti hvers árs, en mótið hefur hlotið nafngiftina ROKKÖLD sem vísar í mótsstaðinn, Keflavík, vöggu rokksins á Íslandi. Mótshaldarar að þessu sinni eru blakdeildir Keflavíkur og Þróttar Reykjavíkur. Mótið er sett 25. apríl næstkomandi og lýkur með stórskemmtilegu lokahófi laugardagskvöldið 27. apríl.