Blakdeild Aftureldingar býður ykkur hjartanlega velkomin á Þorramót félagsins laugardaginn 2.febrúar.
Spilað verður eftir hefðbundnum trimmmóts reglum og verður spilað í eins mörgum deildum og þurfa þykir bæði í karla og kvennaflokki.
Spilað verður eftir hefðbundnum trimmmóts reglum og verður spilað í eins mörgum deildum og þurfa þykir bæði í karla og kvennaflokki.
Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 30. janúar kl. 21. Mótsstjóri er Susanne Freuler og má senda óskir um deildir á sfreuler@hotmail.com.
Sú nýbreytni verður tekin upp að mótsgjaldið er í tveimur verðflokkum:
- 8.500 kr á lið fyrir þau lið sem útvega dómara í þá leiki sem þau eiga umsjón með (hámark 2 umsjónir á lið).
- 10.000 kr á lið fyrir þau lið sem ekki treysta sér til þess að útvega dómara í umsjón.
Við munum því sjá það á greiðslunum hverjir treysta sér í að dæma. Enginn magnafsláttur vegna liða í sama félagi verður veittur í ár.
Greiðsla á skráningargjaldi er tekin sem staðfesting og því biðjum við liðin um að ganga frá greiðslu fyir lok skráningarfrests.
Vinsamlegast greiðið inn á reikning blakdeildar: 0549-14-402104, kennitala: 460974-0119 og sendið staðfestingu á sfreuler@hotmail.com