Kæru blak - öldungar, - öðlingar og ljúflingar Íslands.

Fyrir hönd Mosfellsbæjar og blakdeildar Aftureldingar boða ég til
35.Öldungamóts Blaksambands Íslands sem haldið verður í Mosfellsbæ dagana
13.-15. maí 2010. Spilað verður á 9 völlum - öllum í sama húsi í
íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem einnig er sundlaug í sömu byggingu.

Mótið hefur hlotið nafnið MOSÖLD 2010.

Mótið er opið öllum sem uppfylla 2.grein fyrsta kafla reglugerðar um
Öldungamót BLÍ sem hljóðar svo:

Þátttaka í Öldungamóti BLÍ er heimil öllum félögum og hópum, sem uppfylla
eftirfarandi skilyrði:

•      Vera á keppnisárinu 30 ára eða eldri í öldungadeildum,
•      40 ára eða eldri í öðlingadeildum og 50 ára og eldri í
      ljúflingadeildum.
•      Heimilt er að færa aldurstakmark í ljúflingadeildum niður í 45 ár
      fyrir 2 leikmenn í liði.
•      Hver leikmaður leiki aðeins í einni deild.
•      Félagaskipti þarf ekki að tilkynna.

Skráning á mótið verður á blak.is og verður opnað fyrir skráningu upp úr
miðjum febrúar.

Öldungur er með netfangið oldungur@blak.is

Heimasíða mótsins verður opnuð upp úr 20.janúar 2010 og er slóðin: mosold.is
Þar munu allar upplýsingar sem tengjast mótinu á einn eða annan hátt koma
fram ásamt styrktaraðilum mótsins en undirbúningur er kominn á fullt
skrið.

Gisting verður í boði fyrir keppendur í Varmáskóla sem er við hlið
íþróttahússins og verður boðið upp á morgunmat í skólanum.
Einnig verða fjölmörg einkaheimili í boði fyrir þá sem það vilja.   Allar
þessar upplýsingar munu koma fram á heimasíðu mótsins ásamt á blak.is
síðunni.

Það er von okkar að við sjáum sem flesta blakara í Mosfellsbænum þessa
helgi og býð ég ykkur hjartanlega velkomin.
Ef þið vitið af einhverjum blakfélögum eða hópum sem ekki fá þetta boð þá
megið þið gjarnan senda það áfram á viðkomandi.

Með blakkveðjum úr Mosfellsbænum.
Guðrún K Einarsdóttir (Gunna Stína)
Öldungur 2010

Nýjustu mótsfréttir