Deildakeppni BLÍ

Á vef þessum er hægt að finna alla deildarleiki meistaraflokka í blaki, skipt eftir deildum. MIKASA deild karla og kvenna er merkt sem 1. deild.

Fyrirkomulag
Mikasa deild karla: 4 lið - Spiluð fjórföld umferð, heima og heiman. Undanúrslit og úrslit að því loknu þar sem vinna þarf tvo leiki til að komast áfram og vinna Íslandsmeistaratitil.
Mikasa deild kvenna: 7 - lið Spiluð tvöföld umferð, heima og heiman. Deildinni skipt upp í 4 efstu og 3 neðstu og spiluð tvöföld umferð til Íslandsmeistaratitils. Í neðri deildinni er spilað upp á hvaða lið halda sér í deildinni en 1 lið fellur í 2. deild.
2. deild karla og kvenna: Spilað þremur riðlum, Suður, Norður og Austur. Fjögur lið komast í úrslit, tvö úr suðurriðlum, 1 úr Austur og 1 úr Norður. Leikið er í undanúrslitum föstudaginn 9. apríl. Úrslit og leikur um þriðja sætið verður 10. apríl í Kópavogi. Deildarmeistarar 2. deildar fara sjálfkrafa upp um deild. Neðsta sætið í Suðurriðli fellur um deild.
3. deild kvenna: Spilað er í tveimur suðurriðlum og 1 Austurriðli. Úrslitamótið fer fram í Fagralundi í Kópavogi 9.-10. apríl. Þar spila tvö efstu liðin í hverjum riðli saman í riðli um efsta sætið sem tryggir sér sæti í 2. deild á næsta tímabili. Liðin sem enda riðlakeppnina í 3.-4. sæti spila saman í riðli og svo koll af kolli.

Nýjustu mótsfréttir