Bresamótið var haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi laugardaginn 9. mars 2002. Mótið hófst kl. 8:00 og lauk um kl. 23:00, spilað var á 3 völlum. 30 kvennalið og 10 karlalið mættu til leiks og var spilað í 2 deildum karla og 3 deildum kvenna. Mótinu var tvískipt og spiluðu karlar og 1. deild kvenna fyrri hluta dags, 2. og 3. deild kvenna tóku við um kl. 15:00. Verðlaun voru veitt fyrir 3 efstu sætin í hverri deild.
Þökkum góða þátttöku. Úrslit eru á blak.is.
Sjáumst að ári,
Rósa Halldórsdóttir
mótsstjóri