Ráðleggingar fyrir mannamót vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Höldum okkar striki og höldum Skautamót meðan ekki er um samkomubann að ræða.Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út ráðleggingar fyrir skipuleggjendur og þátttakendur sem eru að fara á mannamót. Því er meðal annars beint til skipuleggjenda að gæta vel að smitvörnum s.s. að gestir hafi greiðan aðgang að heitu vatni og sápu, handspritti og einnota þurrkum.
Þátttakendur þurfa að huga vel að persónulegu hreinlæti, þvo hendur reglulega, nota handspritt og hósta eða hnerra í einnota þurrku.
Nánar má sjá frétt með ráðleggingum hér https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/11/gefa_ut_radleggingar_fyrir_mannamot/

Við munum að sjálfsögðu endurmeta stöðuna ef breytingar verða á ofangreindu.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja;  Mótsstjórn