Varðandi dómgæslu

Þetta er kynningarblað fyrir væntanlega dómara og iðkendur á BlaKA 2018 þannig að öllum sé ljóst hvaða línu mótshaldari hefur sett. Allar almennar reglur gilda og dómarar dæma eftir bestu getu og vitund. Þar sem það eru ekki allir með dómarapróf geta dómarar komist í þá aðstöðu að vera ekki vissir um hvað skal dæma og skal þá höfð sú regla til hliðsjónar að dæma endurtekið enda bitnar það jafnt á báðum liðum.   Mótshaldari beinir því til iðkenda að spila heiðarlega og sem hluti af þeim góða anda sem ríkir á okkar mótum að viðurkenna snertingar og net eins og kostur er.

Tekið verður hart á öllum netsnertingum, yfirstigum, stigum á línu og öðrum atriðum sem eru augljós. Línuverðir flagga ef uppgjafari stígur á línu við uppgjöf, eins ef bolti kemur við spíru þá gefur línuvörður dómara það til kynna með óyggjandi hætti. Aðstoðardómarar og línuverðir aðstoða dómara við að dæma snertingar á bolta við net, sjónarhorn dómara er oft þröngt við netið. Skráðum dómurum er heimilt að ráða sér aðstoðardómara telji þeir þess þörf.

Boltatækni leikmanna er misjöfn og tekið verður harðar á dómgæslu í efri deildum með tvíslag og mok. Athugið að það á ekki að dæma tvíslag á fyrstu snertingu liðs (móttöku) en uppspilið eða spil yfir net sem framkvæmt er illa getur orðið að ljótu tvíslagi sem dómari hefur allan rétt til að dæma á, sama á við um mok. Mok getur líka verið dæmt ef þú smassar ekki boltann yfir netið heldur hreinlega færir boltan yfir netið með mjög óyggjandi hætti.     Það er erfitt að segja hvar nákvæmlega getulínan liggur en segja má að við dómgæslu leikja í 3.-4. deild þá eigi ekki að dæma tvíslag nema ef slagið er sérstklega ljótt og enn meiri afsláttur er gefinn í neðri deildum hinsvegar er það mjög mikilvægt að dómari sé alveg samkvæmur sjálfum sér.

Að lokum, dómarinn á ekki að bíða með að dæma þar til boltinn dettur í gólfið heldur á hann að dæma á þau leikbrot og tæknifeila sem hann sér. Til þess er leikurinn gerður.


Lið á hægri hönd dómara byrjar í uppgjöf í hrinu 1 og 2 Í oddahrinu koma fyrirliðar og þá er uppkast og skipt um vallarhelming í 8 stigum Við reynum að halda tímaplani eins og framast er kostur. Dómari flautar 3 mínútur í leik þegar völlur er laus og aftur 1 mínútu í leik.

Spilað er upp í 25 stig og má 1 stig skilja að og oddahrina upp í 15 stig og 1 stig má skilja að. Hvert lið á 1 leikhlé í hverri hrinu, 30 sekúndur hvort.