Skráning er hafin!

Það er komið að Asksmóti Hattar, stórskemmtilegu hraðmóti sem fer fram 4.-5. apríl 2025 á Egilsstöðum og er öllum opið. Þetta er fullkomið hraðmót til að hrista liðin saman fyrir Öldungamótið – eða bara til að njóta góðrar blakstemningar með skemmtilegu fólki.Mótsfyrirkomulag:
•Venjulegt hraðmótsfyrirkomulag – mikið spil á stuttum tíma.
•Spilað föstudagskvöld og fyrri part laugardags, svo það verður nægur tími til að njóta Egilsstaða í leiðinni!
•Pubquiz á föstudagskvöldið á Aski þar sem þið getið látið reyna á þekkinguna og skálað fyrir góðum leikjum, nú eða drekkt sorgum ykkar.

Skráning er hafin – vonumst innilega til að sjá ykkur!

Mótsstjóri verður Steinar Logi Sigurþórsson og hægt að senda honum allskyns spurningar á steinarlogi88@gmail.com

•Mótsgjald: Litlar 15.000 kr á lið, leggist inn á 0175-26-006109, kt. 610909-0190
•Millifærsla staðfestir skráningu.

Hlökkum til að taka á móti ykkur!