Upplýsingar fyrir Nýjársmót Völsungs

Gleðilegt nýtt ár !

Nú styttist í gleðina og hér koma helstu upplýsingar fyrir Nýjársmótið okkar
- Nauðsynlegt er að skrá forsvarsmann liða með símanúmeri og netfangi svo hægt sé að hafa samband varðandi niðurröðun og fleira.

- Mótsgjald er 15.000 kr. Vinsamlegast millifærið og sendið staðfestingu á blakdeild@gmail.com þar sem fram kemur fyrir hvaða lið er verið að greiða.
   Reikningur: 0192-26-004494
   Kennitala:   440594-2639

- Skráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 5. janúar

- Reynt verður að spila sem flesta leiki í íþróttahöllinni á Húsavík en vegna fjölda skráða liða verða einhverjir leikir spilaðir í íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal.

- Stefnt er að skemmtikvöldi á föstudagskvöldið og verður það auglýst nánar síðar ásamt annari afþreyingu og þjónustu á meðan á mótinu stendur.

- Þeim sem vantar nánari upplýsingar eða hafa athugasemdir sem þeir vilja koma á framfæri geta sent okkur póst á nyarsmotvolsungs@gmail.com

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga góðar blakstundir