Evrópsk fyrirtækjakeppni í knattspyrnu, tennis og blaki

Tilkynning frá hollenska fyrirtækjaíþróttasambandinu
 
Evrópsk fyrirtækjakeppni í knattspyrnu, tennis og blaki.
Í Eindhoven, Hollandi 29.-30. maí 2004
Keppnisgreinar:
Knattspyrna: karlalið

Tennis: blandað lið (2 karlar og 2 konur) eða karlalið (4 karlar)
Blak: blandað lið
 
Keppni er með hópafyrirkomulagi þannig að tryggt er að allir fái nóg af leikjum.
Þátttökugjald er 250 Evrur. Innifalið er gisting í 3 nætur með morgunverði, hádegismatur, hlaðborð, kvöldskemmtun, akstur til og frá hóteli.
Til þess að tryggja nægt gistirými er óskað eftir skráningu fyrir 31. desember.
 
Nánari upplýsingar:
Nederlandse Bedrijfssport Federatie
Harry Burghoorn
harryburghoorn@hotmail.com
www.bedrijfssport.org
www.efcs.org
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gerðist fyrr á árinu aðili að European Federation of Company Sports (EFCS). Meginmarkmið EFCS er að miðla upplýsingum um viðburði og annað sem viðkemur fyrirtækjaíþróttum. Með inngöngu sinni í EFCS er ÍSÍ að vinna að markmiðum varðandi eflingu almenningsíþrótta og opna leiðir fyrir íslenska fyrirtækjahópa að taka þátt í íþróttaviðburðum annars staðar í Evrópu.
 
 
ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
Gígja Gunnarsdóttir
sviðsstjóri Almenningsíþrótta- og umhverfissviðs
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
S: 5144000, GSM: 8620899, FAX: 5144001
gigja@isisport.is, www.isisport.is