BLAKMÓT LAUGARDAG 29. DESEMBER

Við ætlum að hittast hress og kát á milli jóla og nýárs því þá heldur Blakdeild KA blakmót þ.e. laugardaginn 29.desember n.k.   Mótið verður ekki með hefðbundnu sniði heldur paramót.

Við ætlum að hittast hress og kát á milli jóla og nýárs því þá heldur Blakdeild KA blakmót þ.e. laugardaginn 29.desember n.k.   Mótið verður ekki með hefðbundnu sniði heldur paramót þar sem hver leikur er í 20 mínútur án hlés. Mótið byrjar klukkan 9 og því lýkur klukkan 15. Stigaskor hvers pars verður talið saman og það par sem nær hæstu heildarskori uppsker sigur.

Hvert par getur verið karl og kona eða 2 konur og er gjaldið 2 þúsund krónur á mann.

Í lok móts, á meðan útreikningar fara fram, verður kynning á krakkablaki og hvetjum við ykkur því til að  taka börnin með nú eða barnabörnin :)

Allur ágóði af mótinu rennur til blakdeildarinnar en stór hluti af þeim sem skipa liðin í meistaraflokkunum eru krakkar sem fóru með U17 og U19 landsliðunum í utanlandsferðir nú í haust þar sem þau sjálf báru megnið af kostnaði. 

Það verður engin vinna lögð á ykkur þar sem að liðsmenn út meistaraflokkum KA sjá um dómgæslu og umsjón á mótinu.

Vinsamlegast sendið skráningu á netfangið harpaae@mi.is fyrir 22. desember.