Búnaðarbankamót Snæfells - Mótið nálgast - spennan eykst - nú verður gaman !

Allir fá frítt í sund í boði Snæfells - hafið sundfötin með - heitu pottarnir eru opnir

Þátttökugjald kr. 7.500 á lið greiðist á mótsstað

Þau lið sem einhver vafi lék á að hefðu nægan mannafla hafa nú staðfest endanlega þátttöku, þannig að allar líkur eru á að niðurröðunin sem komin er á netið sé endanleg.

Í þessu móti verður leikið án línuvarða - í umsjón felst að aðeins þarf að skaffa ritara - Karlaliðin amk. eru beðin um að leggja til dómara á þá leiki sem þau eiga umsjón á.

með blakkveðju og von um skemmtilegt mót

Blakdeild Snæfells