Opnar æfingabúðir á Hvolsvelli 19. og 20. september.
Hinar frábæru æfingabúðir Dímonar verða á Hvolsvelli helgina 19. og 20. september en þetta er í fjórða sinn sem við stöndum fyrir opnum æfingabúðum fyrir blakara í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Blakdeildin hefur enn á ný fengið til liðs við sig hina landsþekktu blakara þau Emil Gunnarsson og Laufeyju Björk Sigmundsdóttur til þess að skipuleggja æfingabúðirnar og stjórna æfingum alla helgina.
Æfingabúðirnar hefjast klukkan 10:00 laugardaginn 19. sept og standa æfingar með hléum til klukkan 18:00. Á sunnudeginum hefjum við svo leikinn aftur kl. 10:00 að morgni æfum til hádegis og sláum svo upp móti í lokin.
Gjald fyrir alla helgina er kr. 6.500. Innifalið í gjaldinu er þjálfunin, keppnin og léttur hádegisverður báða dagana og að sjálfsögðu kaffi eins og hver vill. Hægt er að taka þátt annan daginn og kostar það kr. 4.000. Hámarksfjöldi þátttakenda báða dagana er 40 manns.
Æfingabúðirnar eru opnar fyrir alla þá sem stunda blak, konur og karla og hafa áhuga á að auka færni sína í íþróttinni. Aldurstakmark 16 ár. Markmiðið er að eiga saman skemmtilega helgi þar sem hver og einn mætir á sínum forsendum. Þau Emil og Laufey munu svo sjá til þess að allir fái æfingar við sitt hæfi.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Anne Bau í síma 8935404 eða á netfangið anne@land.is og hjá Maríu Rósu í símum 4878694, 8653694 eða netfangið mariarosa@simnet.is
Skráningarfrestur rennur út miðvikudag 16. september kl.24:00.
Látið ekki frábært tækifæri fram hjá ykkur fara. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Með blakkveðjum
Blakdeild Dímonar.