Jump 03 í Sviss

Lið frá Fylki og Þrótti R tóku þátt í alþjóðlegu blakmóti í Sviss.

Dagana 29. og 30. ágúst síðastliðinn fór 15 manna flokkur frá Fylki og Þrótti R til Frick í Sviss og tók þar þátt í stóru blakmóti.  Þótti sú ferð takast með miklum ágætum sértaklega afþreyingarhluti hennar.  Kepptu liðin undir nafninu Thule.  Kvennalið Thule (Fylkir) lenti í 4 sæti en af árangri karlaliðsins (Þrótti R) skal það eitt sagt að það lenti fyrir ofan miðju.  Einnig var keppt í blönduðum flokki og var tveimur liðum stillt upp þar.

Keppt var úti á grasi/leir og gekk það ágætlega þrátt fyrir litla reynslu af slíku ofan af Íslandi.  Reyndar ringdi á köflum mjög mikið þannig að nánast var um leðjuslag að ræða en þess á milli brosti sólin sínu blíðasta brosi (og allt að því of mikið fyrir suma hvítfætta Íslendinga).

Það þótti tíðindum sæta að lið kæmu svona langt að til þátttöku og fengu Thule liðin sérstök heiðursverðlaun (m.a. pasta og rauðvín) fyrir dugnaðinn.

Nánari upplýsingar um mótið má finna á eftirfarandi vefslóð:

http://www.tsvfrick.ch/jump/html

/sój