Skráning leikmanna - Iðkendagjöld til BLÍ

Nú þurfa allir að huga að því að skráning leikmanna sé í lagi og að leikmenn séu löglegir. 
Gjöld iðkenda streyma inn hjá BLÍ og er það ánægjulegt. Vonandi nýtist það fjármagn til góðra hluta íþróttinni okkar til framdráttar og okkur þá í leiðinni. BLÍ gaf út leiðbeiningar varðandi það að standa skil á iðkendagjöldum og eru þar eftirfarandi:
Gæta þess að allir iðkendur séu skráðir iðkendur í blaki í Felix, skráningarkerfi íþróttahreyfingarinnar. Ekki er nóg að vera skráður almennur félagsmaður eða iðkandi í almenningsíþróttum heldur í blaki hjá íþróttafélagi sem hefur aðild að ÍSÍ.
Iðkendagjald er kr. 3.000 fyrir hvern leikmann. Þeir leikmenn sem skráðir eru í Íslandsmóti BLÍ í vetur hafa þegar verið rukkaðir um iðkendagjaldið og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því núna.
Hægt er að leggja gjaldið inná reikning BLÍ:
Kt. 450274-0629
Bnr. 0301-26-7570
Setjið nafn liðs í tilvitnun og sendið kvittun á bli@bli.is
Ef félög vilja reikning fyrir iðkendagjöldunum frá BLÍ skal senda nauðsynlegar upplýsingar um félagið og nöfn leikmanna sem taka þátt í öldungamótinu á netfangið bli@bli.is

Þá er rétt að birta til upprifjunar grein úr reglugerð um Öldungamótið sem varðar hverjir eru lögmætir á mótið.
Gr. 1.2. Þátttaka í Öldungamóti BLÍ er heimil öllum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: a) Vera skráður iðkandi í blaki hjá félagi innan ÍSÍ b) Vera á keppnisárinu 30 ára eða eldri í öldungadeildum og 50 ára eða eldri í öðlingadeildum. c) Hver leikmaður leiki aðeins í einni deild og með einu liði. Öldungur getur gefið félagi leyfi til að færa liðsmann á milli deilda ef meiðsli koma upp í liði. Það gildir þó aðeins innan sama félags og aldrei úr efri deildum í neðri deildir. d) Félagaskipti þarf ekki að tilkynna.