Dómgæsla í umsjón

Þau lið sem eiga umsjón sjá um línuvörslu, ritara og svo bætist við dómgæsla. Um er að ræða valkost og er falast eftir að þeir sem treysta sér í dómgæslu leggi fram krafta sína í þetta hlutverk.
Í stað þess að greiða viðkomandi dómurum rennur greiðslan í styrktarsjóð ungmenna í okkar göfugu íþrótt.
Hjá okkur í Blakdeild KA kviknaði sú hugmynd að á Öldungamótum gildi sú regla að það lið sem á umsjón með leik sjái einnig um dómgæslu. Á síðasta öldungamóti fengu dómarar greiddar 2.500.-kr fyrir hvern dæmdan leik og er hugmyndin sú að þessi upphæð haldist óbreytt í ár en í stað þess að greiða dómurum fyrir dómgæsluna þá verði þessi peningur stofnfé í Afreks- og Styrktarsjóð ungra blakara. Þessi sjóður er fyrst og fremst hugsaður til að jafna ferðakostnað ungra blakara sem mæta í afreksbúðir BLÍ og/eða komast í forvalshópa fyrir landsliðsverkefni þar sem að þeir þurfa sjálfir að kosta sig á æfingastað. Þessi upphæð verði skoðuð á 3.ja ára fresti og þau lið sem halda öldungamót hverju sinni greiði fyrir dómgæsluna í þennan sjóð. Stefnt er að því að semja við fjármögnunarfyrirtæki að vista sjóðinn og greiða ákveðið árlegt framlag í sjóðinn.
Það er von okkar og ósk að þið kæru öldungar takið þessari hugmynd okkar vel og þegar þið skráið ykkur til leiks þá tilnefni þið einn úr ykkar liði sem dómara eða ábyrgðarmann fyrir dómgæslu.