Áramót 2002

Áramót 2002 verður haldið á gamlársdag að Varmá í Mosfellsbæ og verður spilað um titilinn blakmaður ársins karla og kvenna. 

Mótið er einstaklingskeppni. Hver leikmaður hefur skorkort þar sem fært er skor liðs hans hverju sinni.  Leikmenn draga um lið og spila eina hrinu upp í fimmtán, skrá skor síns liðs í skorkortið og draga aftur um lið.  Leikmenn fá forgjöf eftir hæð, þyngd og aldri samkvæmt reglum sem gefnar verða út á keppnisstað. 

Mótið hefst kl. 11:00 og lýkur væntanlega kl. 14:30.  Þáttökutilkynningar sendist harald@hos.is. Þátttökugjald per einstakling er kr. 1500.  Mótsstjóri verður Jónas Traustason.

Mætum öll og kveðjum árið með stæl!